Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2024 – framkvæmd og helstu niðurstöður. HV 2024-13
Nánari upplýsingar |
Titill |
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum 2024 – framkvæmd og helstu niðurstöður. HV 2024-13 |
Lýsing |
Útdráttur
Gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 28. febrúar til 20. mars 2024. Niðurstöður eru bornar saman við fyrri ár en verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985. Vísitala þorsks lækkaði aðeins frá því í fyrra, vísitala ýsu er svipuð og í fyrra en stofnvísitala ufsa hefur lækkað frá árinu 2018. Vísitölur gullkarfa og keilu eru háar miðað við síðustu fjóra áratugi. Vísitala löngu mældist sú hæsta frá upphafi en vísitala steinbíts lækkaði frá í fyrra þó hún sé enn há í sögulegu samhengi. Loðna var helsta fæða þorsks, ýsu og ufsa eins og ávallt á þessum árstíma. Magafylli þorsks var töluvert minni í ár þar sem minna var af loðnu í mögum samanborið við fyrri ár. Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarin ár.
Abstract
The report describes the implementation and main results of the Icelandic Groundfish Survey, carried out during 28 February to 20 March 2024. This standardized survey has been conducted annually since 1985 and the present results are compared with those of previous years. The biomass index of cod decreased slightly since 2023, the biomass index of haddock was similar to last year but the biomass index of saithe has decreased since 2018. Biomass indices of golden redfish and tusk are high compared to the last four decades. The biomass index of ling is the highest value measured but the biomass index of Atlantic wolffish decreased from last year. Capelin was the main diet of cod, haddock and saithe, the norm at this time of year. Cod stomach fullness was lower in 2024 due to less amount of capelin in the stomachs compared to earlier years. Near-bottom temperatures have been above average in recent years. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2024 |
Tölublað |
13 |
Blaðsíður |
29 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
ISSN |
2298-9137 |
Leitarorð |
stofnmæling, stofnvísitölur, Íslandsmið, botnvarpa, botnfiskar, þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi, langa, keila, steinbítur, skarkoli, flatfiskar, hitastig, vindur |