Stangveiði og seiðarannsóknir á vatnasvæði Flekkudalsár 2021. HV 2022-22

Nánari upplýsingar
Titill Stangveiði og seiðarannsóknir á vatnasvæði Flekkudalsár 2021. HV 2022-22
Lýsing

Á vatnasvæði Flekkudasár árið 2021 veiddist 81 lax, 31 urriði og ein bleikja. Laxveiðin var 44,3% undir meðalveiði (183 fiskar) og skiptist í 69 smálaxa (85,2%) og 12 stórlaxa (14,8%). Hlutfall hrygna af smálaxaveiðinni var 41,9% og af stórlaxaveiðinni 72,7%. Smálaxar vógu 2,33 kg að meðaltali og stórlaxar 5,05 kg. Hlutdeild þess að sleppa laxi (veiða og sleppa) úr stangveiðinni á vatnasvæðinu á tímabilinu 2015 – 2021 var 32,2% að meðaltali. Í rafveiðum á vatnasvæði Flekkudalsár árið 2021 veiddust 247 laxaseiði af fjórum aldurshópum (0+, 1+, 2+, 3+) og 13 urriðaseiði af þremur aldurshópum (0+, 1+, 2+). Seiðavísitala (fjöldi seiða/100 m2) laxaseiða var 24,0/100 m2 að meðaltali; 56,9% yfir langtímameðaltali (15,3/100 m2) og seiðavísitala urriðaseiða á öllum stöðvum var 1,3/100 m2 að meðaltali.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 11
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð stangveiði, lax, seiðaþéttleiki, seiðavísitala, veiða og sleppa, nýliðun, veiðihlutfall
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?