Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga. HV 2021-14

Nánari upplýsingar
Titill Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga. HV 2021-14
Lýsing

Áhrif umhverfisbreytinga á vistkerfi sjávar eru víðtæk þar sem þau hafa áhrif á bæði ólífræna og lífræna þætti vistkerfisins, allt frá eiginleikum sjávar, í gegnum svif að sjávarhryggleysingjum, fiskum, fuglum og spendýrum. Um er að ræða flókið samspil margra þátta og viðbrögð lífríkisins vandmetin.

Í hafinu við Ísland er umhverfið breytilegt frá einum tíma til annars en skipst hafa á köld og hlý tímabil á undanförnum áratugum. Síðasta áratuginn hefur sjávarhiti verið hærri en nokkurn tíma áður síðan mælingar hófust en sjávarhiti hefur þó lækkað allra síðustu ár. Næstu áratugi má búast við svipuðum sveiflum í umhverfinu og hafa verið undanfarna áratugi. Þær sveiflur tengjast breytingum loftslags af mannavöldum aðeins lítillega en það kann að breytast til lengri tíma litið þegar loftslagsbreytingar aukast enn frekar eins og allt stefnir í.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Guðmundur J. Óskarsson
Nafn Guðmundur Þórðarson
Nafn Guðni Guðbergsson
Nafn Ingibjörg G. Jónsdóttir
Nafn Sigurður Guðjónsson
Nafn Sólveig R. Ólafsdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 127
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Umhverfisbreytingar, vistkerfi hafsins, loftslagsbreytingar, lífríki, hlýnun
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?