Silungurinn í Mývatni ‐ Yfirlit yfir rannsóknir og veiðitölur 1986 ‐ 2019. HV 2020-19
Nánari upplýsingar |
Titill |
Silungurinn í Mývatni ‐ Yfirlit yfir rannsóknir og veiðitölur 1986 ‐ 2019. HV 2020-19 |
Lýsing |
Sveiflur eru þekktar í lífríki Mývatns og frá 1986 hafa komið tvö hrun í bleikjustofninn, hið fyrra 1988 og það síðara 1997. Eftir 1997 sýna bæði mælingar á bleikjustofninum og afli að stofninn var orðinn mjög lítill og skýr merki um að sú veiðisókn sem var stunduð væri meiri en stofninn stæði undir. Ráðleggingar til Veiðifélags Mývatns hafa, frá árinu 2000, verið að draga sem allra mest úr veiðisókn í Mývatni, þar sem bleikjustofninn er orðinn lítill, veiðiálag hátt og sterkar vísbendingar um að hrygning sé takmarkandi þáttur fyrir stærð bleikjustofnsins og þar með afla. Á árunum 2011 ‐ 2019 hafa verið miklar takmarkanir á veiði í Mývatni, sem er í samræmi við nýtingaráætlun Veiðifélags Mývatns sem staðfest hefur verið af Fiskistofu. Sumarið 2019 var veiðireglum í Mývatni breytt. Sókn, þ.e. fjöldi neta, var haldið með sömu takmörkunum og áður en leyft var að veiða bleikju í sumarveiði og var veiðisvæðið einnig heimilað utan landhelgi viðkomandi veiðiréttarhafa. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2020 |
Blaðsíður |
41 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Bleikja, urriði, veiði, vöktun, mývatn |