Rauðalækur í Rangárvallasýslu, útbreiðsla laxfiska og mat á búsvæðum árið 2023. HV2023-44
Nánari upplýsingar |
Titill |
Rauðalækur í Rangárvallasýslu, útbreiðsla laxfiska og mat á búsvæðum árið 2023. HV2023-44 |
Lýsing |
Ágrip
Skýrslan greinir frá rannsókn sem unnin var í Rauðalæk í Rangárvallasýslu árið 2023. Búsvæðamat á þremur árköflum auk þriggja smálækja sem renna til Rauðalækjar gaf 3.503 FE fyrir lax og 5.824 FE fyrir urriða. Rafveitt var á sex stöðum og fannst urriði og hornsíli en ekki aðrar fisktegundir. Vísitala seiðaþéttleika var 2,6 – 60,5 urriðar/100m² eftir stöðum. Mestur þéttleiki greindist efst á fiskgenga hluta lækjarins og var vöxturinn ágætur. Niðurstaða rannsóknarinnar var að lækurinn hentaði urriða betur en laxi enda víða að finna fíngerðan botn og lítinn landhalla, sem hentar urriðaseiðum betur en laxaseiðum.
Abstract
The publication reports on a study conducted in river Rauðalækur in South Iceland in 2023. Habitat assessment of three river sections plus three small streams that flow to river Rauðalækur yielded 3,503 FE (production units) for salmon and 5,824 FE for brown trout. Brown trout (Salmo trutta) and three-spined sticlebacks (Gasterosteus aculeatus) where found in electrofishing but no other fish species. The density index was 2.6 – 60.5 trout/100m² depending on the station. The result of the research was that the stream is more suitable for brown trout than salmon, as the substrate is usually fine-grained, and the current is low. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2023 |
Tölublað |
44 |
Blaðsíður |
16 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
ISSN |
2298-9137 |
Leitarorð |
Rauðalækur, búsvæðamat, rafveiði, urriði, hornsíli, framleiðslugildi |