Rannsóknir á lífríki Djúpavatns og nálægra tjarna á Dynjandisheiði. HV 2018-41

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á lífríki Djúpavatns og nálægra tjarna á Dynjandisheiði. HV 2018-41
Lýsing

Vegna áforma um breytta veglínu og vegagerðar á Dynjandisheiði fóru fram rannsóknir á lífríki Djúpavatns og tveggja nálægra tjarna í ágúst 2017 sem liggja í tæplega 500 m hæð yfir sjávarmáli. Djúpavatn er um 3 ha að stærð. Sýrustig mældist 7,12 í Djúpavatni en 7,21‐7,74 í tjörnum. Leiðni mældist 26,4 μS/cm í Djúpavatni en 42,9 – 43,9 μS/cm í tjörnum. Basavirkni mældist hún 0,07 meq/l sem er mjög lágt gildi. Alls fundust 11 hópar hryggleysingja og reyndust árfætlur og rykmý í mestum mæli. Bæði hornsíli og bleikja veiddust í Djúpavatni, en báðar tjarnirnar reyndist
fisklausar.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2018
Leitarorð Dynjandisheiði, Djúpavatn, eðlisþættir, hryggleysingjar, hornsíli, bleikja, dynjandisheiði, djúpavatn
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?