Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á Norðausturlandi 2020 / Research on fish stocks in several rivers at North-East Iceland 2020. HV 2021-18

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á fiskistofnum nokkurra áa á Norðausturlandi 2020 / Research on fish stocks in several rivers at North-East Iceland 2020. HV 2021-18
Lýsing

Sameiginlegar rannsóknir í nokkrum ám á Norðausturlandi hafa nú staðið í sjö ár. Farið var í seiðarannsóknir í Vesturdalsá og Selá í Vopnafirði, Svalabarðsá, Sandá og Hölkná í Þistilfirði og Miðfjarðará og Litlu-Kverká í Bakkaflóa. Seiðarannsóknir samanstanda af greiningu á þéttleika eftir árgöngum, meðallengd, meðalþyngd og holdastuðli. Gönguseiðagildru var komið fyrir í Vesturdalsá, þar sem gönguseiði voru mæld og hluti þeirra merkt áður en þeim var sleppt. Teljarar voru staðsettir í Vesturdalsá, Miðfjarðará og Selá, auk þess var myndavél komið fyrir í Vesturdalsá þar sem hægt var að greina merkta (uggaklippta) laxa. Lestur og greining var framkvæmd á hreistri sem barst úr Miðfjarðará. Samantekt á upplýsingum úr veiðibókum var gerð fyrir fyrrnefnd vatnsföll sem og fyrir Hölkná í Bakkaflóa og Hafalónsá í Þistilfirði. Hitamælingar voru gerðar í hluta af ánum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 137
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Selá, Vesturdalsá, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná, Miðfjarðará, Litla-Kverká, seiðarannsóknir, teljarar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?