Olíublautir fuglar við suðurströndina 2020 – 2022: Greining reks olíu á yfirborði sjávar og mögulegs uppruna mengunar / Oil‐covered birds at the south coast of Iceland 2020 – 2022: Modelled drift trajectories of oil at the sea surface and possible origins

Nánari upplýsingar
Titill Olíublautir fuglar við suðurströndina 2020 – 2022: Greining reks olíu á yfirborði sjávar og mögulegs uppruna mengunar / Oil‐covered birds at the south coast of Iceland 2020 – 2022: Modelled drift trajectories of oil at the sea surface and possible origins
Lýsing

Árið 2020 og ennþá árið 2022 fundust olíublautir fuglar í Vestmannaeyjum, í Reynisfjöru, í Vík og víða við suðurströndina. Að beiðni Umhverfisstofnunar athugaði Hafrannsóknastofnun gögn frá ýmsum tölvulíkönum og greindi rekferla og möguleg upprunasvæði mengunar. Miðað var við hafstrauma og sjávarfallastrauma, sem og Ekman‐rek og Stokes‐rek sem tengjast vindi og öldugangi.

Niðurstöður benda til þess að rekið á yfirborði hafs ráðist af hafstraumum þegar veðurfar er rólegt, en vindátt skiptir miklu máli í hvassviðri. Við athugun reks var annars vegar reiknað út rek til baka í tíma frá þekktum fundarstöðum olíublautra fugla og hins vegar rek fram í tíma frá tilteknum uppruna mengunarinnar. Reiknaðir rekferlar frá hafsvæði skammt austan við Vestmannaeyjar eru í áberandi samræmi við athuganir, þar sem olíublautir fuglar fundust í Reynisfjöru og í Vík aðallega eftir suðvestan hvassviðri en í Vestmannaeyjum fundust fuglar frekar í austanáttum og hægviðri. Það virðist líklegt að uppruni mengunarinnar sé skipsflak á hafsbotni á svæði um 1 – 12 sjómílur austan eða suðaustan við Vestmannaeyjar. Til þess að greina uppruna með vissu þarf þó að sjást til olíuflekks á yfirborði og rannsaka skipsflök á svæðinu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Andreas Macrander
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 20
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Olíublautir fuglar, Vestmannaeyjar, suðurströnd, mengun, straumlíkan, rekferlar, hafstraumar, Ekman‐rek, Stokes‐rek, oil‐covered birds, Vestmannaeyjar, south coast of Iceland, pollution, circulation model, drift trajectories, currents, Ekman drift, Stokes drift
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?