Niðurstöður vöktunar á líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum í straum- og stöðuvötnum árið 2022. HV2023-37

Nánari upplýsingar
Titill Niðurstöður vöktunar á líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum í straum- og stöðuvötnum árið 2022. HV2023-37
Lýsing

Ágrip

Árið 2022 voru fjögur vatnshlot vöktuð samkvæmt vöktunaráætlun vatnaáætlunar 2022–2027, tvö straumvötn og tvö stöðuvötn. Það voru vatnshlotin Norðurá 1, Elliðaár, Eystra Gíslholtsvatn og Stóra Fossvatn. Vöktunin var framkvæmd samkvæmt stöðluðum aðferðum sem lýst hefur verið í leiðbeiningum og náði hún yfir líffræðilega og eðlisefnafræðilega gæðaþætti. Rannsóknin beindist að hryggleysingjum og blaðgrænu a á botni árfarvega, blaðgrænu í vatnsbol stöðuvatna og hryggleysingjum á fjörusvæði vatna. Auk þess var gerð gróðurkönnun í stöðuvötnunum. Vatnssýnum var safnað og mælingar gerðar á leiðni, pH, basavirkni og styrk uppleystra næringarefna (NO3, NH4 og PO4). Niðurstöður mælinganna voru notaðar ásamt skilgreindum viðmiðum fyrir viðkomandi gæðaþætti til að flokka vatnshlotin með tilliti til vistfræðilegs ástands þeirra. Niðurstöður vöktunarinnar benda til þess að vatnshlotin sem vöktuð voru séu í mjög góðu vistfræðilegu ástandi. Þó eru settir tveir fyrirvarar við flokkunina. Í fyrsta lagi að samkvæmt sérfræðiáliti er ekki hægt nota blaðgrænu í Elliðaám til ástandsflokkunar miðað við útgefið flokkunarkerfi vegna þess hve farvegurinn er mosavaxinn, en flokkunarkerfið var gert miðað við mælingar í farvegum sem voru án mosa. Í öðru lagi er, í ljósi jarðfræðilegra aðstæðna, ekki hægt að miða styrk PO4 í Stóra Fossvatni við viðmið sem skilgreint hefur verið fyrir vatnagerð LL4 (sem vatnið tilheyrir) heldur þarf að miða við vatnagerð LL2b (vötn sem byggja vatnsbúskap sinn á lindavatni af nýjum hraunum). Í ljósi niðurstaðna sem hér eru birtar sést að, auk ástandsflokkunarkerfisins, er nauðsynlegt að beita sérfræðiþekkingu við ástandsflokkunina því í einhverjum tilvikum gætu einstakir gæðaþættir verið óviðeigandi við flokkunina, t.d. þegar aðstæður í vatnshlotunum passa ekki við uppgefin viðmið í flokkunarkerfinu.

Abstract

In 2022, four water bodies were monitored according to the monitoring plan of the River Basin Management Plan 2022–2027 in Iceland, two rivers and two lakes. These were Norðurá 1, Elliðaár, Eystra Gíslholtsvatn and Stóra Fossvatn. The monitoring was carried out according to standard methods described in the guidelines and covered biological and physicochemical quality parameters. The monitoring focused on benthic invertebrates and chlorophyll a on the riverbed, chlorophyll a in the water body of lakes and invertebrates on lake shores. In addition, macrophyte survey was carried out in lakes. Conductivity, pH, alkalinity, and concentration of dissolved nutrients (NO3, NH4 and PO4) was measured in water samples. The results of the measurements were used together with a classification system which has been defined to classify water bodies with regards to their ecological status. The results of the monitoring indicate that the monitored water bodies are in a high status with regards to the biological and physicochemical quality elements. However, it comes with two caveats. Firstly, according to expert judgement, it is not possible to use chlorophyll a in Elliðaár River to classify the river according to the previously defined classification system because the riverbed has high moss cover. That does not work with the classification system which was based on measurements in rivers that did not have moss cover. Secondly, in view of the geological conditions on the catchment, it is not possible to compare PO4 concentration in Stóra Fossvatn against the reference value defined for water type LL4, but rather for reference values which have been defined for water type LL2b which was developed for shallow lakes fed by spring water originating from young basaltic bedrock.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Nafn Iris Hansen
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Nafn Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Nafn Jón S. Ólafsson
Nafn Haraldur R. Ingvason
Nafn Agnes-Katharina Kreiling
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Tölublað 37
Blaðsíður 34
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Líffræðilegir gæðaþættir, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, þörungar, hryggleysingjar, stjórn vatnamála, vatnatilskipun, vistfræðileg ástandsflokkun, ástandsflokkun Biological quality elements, physico-chemical quality elements, Water Framework Directive, ecological classification, ecological status.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?