Niðurstöður á efnamælingum í vatni í Silfru á Þingvöllum. HV 2023-08

Nánari upplýsingar
Titill Niðurstöður á efnamælingum í vatni í Silfru á Þingvöllum. HV 2023-08
Lýsing

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir niðurstöðum mælinga á efnum í vatni, af náttúrulegum eða manngerðum uppruna, sem sprettur fram í lindinni Silfru á Þingvöllum þaðan sem mikið af vatni Þingvallavatns á uppruna sinn. Tilgangur mælinganna var að afla upplýsinga um hvort starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru hefði áhrif á styrk mældra efna í vatninu. Mæld voru efni sem eru í manngerðu umhverfi með áherslu á efni sem geta verið í hreinlætis- og snyrtivörum, svo sem lífrænt kolefni, fitu, þalöt, terpene efni, PFAS-efni, auk þess sem grugg var mælt til að meta áhrif af auknu uppgruggi af völdum kafaranna. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að sú köfunarstarfsemi sem stunduð hefur verið í Silfru hafi ekki áhrif á styrk efna sem mæld voru í lindarvatninu. Bent er á að mikilvægt er að fylgjast með styrk þessara efna í Silfru á næstu árum til að hægt sé að bregðast við ef einhverjar breytingar verða á þeim.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 11
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Silfra, Þingvallavatn, efnastyrkur, þalöt, terpen, PFAS, forgangsefni, næringarefni, aðalefni, snefilefni, lindarvatn. Water chemistry, priority substances, phtalates, terpenes, nutrients, major elements, trace elements, springwater.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?