Merkingar og endurheimtur á þorski árin 2019-2022. HV 2023-11
Nánari upplýsingar |
Titill |
Merkingar og endurheimtur á þorski árin 2019-2022. HV 2023-11 |
Lýsing |
Á árunum 2019-2022 voru 18 894 þorskar merkir við Ísland, þar af voru 358 þorskar einnig merktir með rafeindamerkjum. Af þeim er búið að endurheimta 945 þorska, þar af 16 með rafeindamerki. Merkingarnar hafa farið fram á mismunandi svæðum og árstímum. Í þessari skýrslu eru teknar saman helstu niðurstöður merkinganna og þeim skipt upp eftir merkingasvæði. Niðurstöðurnar eru að miklu leyti sambærilegar við niðurstöður úr fyrri merkingum en þó má sjá að þorskur gengur frekar norður fyrir land í fæðuleit samanborið við áður. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfuár |
2023 |
Blaðsíður |
27 |
Leitarorð |
Merkingar endurheimt þorskur |