Ágrip
Hafrannsóknastofnun gerði lífríkisúttekt og botngerðarmat á hluta Norðurár og Sléttuár í Reyðarfirði 22. og 23. ágúst 2022. Verkefnið var unnið fyrir Vegagerðina sem óskaði eftir mati á áhrifum vegna fyrirhugaðra veitinga neðsta hluta Norðurár yfir í árfarveg Sléttuár. Ástæða þess er undirbúningur nýs hringvegar um Reyðarfjarðar‐ og Fáskrúðsfjarðarbotns.
Samkvæmt úttektinni fundust bleikjuseiði á öllum rafveiðistöðum Norðurár og var vísitala á seiðaþéttleika á bilinu 4,2 – 8,5 seiði á hverja 100 m2 botnflatar, en aðeins eitt bleikjuseiði fannst í Sléttuá ásamt einni flundru. Mældir eðlisþættir voru svipaðir í Norðurá og Sléttuá en vatnsmagn og straumur var þónokkuð meiri í Sléttuá. Blaðgrænumælingar sýndu fram á svipaðan styrk blaðgrænu í báðum ánum en grænþörungar og blábakteríur voru algengari í Norðurá. Þéttleiki botnlægra hryggleysingja var hærri í Sléttuá og fundust alls 18 hópar/tegundir hryggleysingja. Samkvæmt botngerðarmati voru framleiðslueiningar hluta Norðurár sem fer á þurrt 422,1 og framleiðslueiningar Sléttuár neðan við áhrifasvæðið 417,7. Ljóst er að u.þ.b. einn kílómetri árfarvegar Norðurár hverfi við framkvæmdirnar sem er um 20% af heildar framleiðslueiningum Norðurár.
Abstract
The Marine and Freshwater Research Institute in Iceland (MFRI) conducted a survey and habitat mapping of bottom substrate of parts of River Norðurá and River Sléttuá in Reyðarfjörður on August 22. and 23. in 2022. The project was carried out for the Icelandic Road Administration (Vegagerðin), which requested an impact assessment due to the planned diversion of the lower part of River Norðurá into River Sléttuá. The reason for this is the preparation of a new and improved highway in the eastern regions of Iceland, including Reyðarfjörður.
According to the assessment, arctic char juveniles were found at all electrofishing sites in River Norðurá and the index for juvenile density was between 4.2 ‐ 8.5 juveniles per 100 m2 bottom surface, but only one char fry was found in River Sléttuá together with one flounder. The physical parameters measured were similar in both rivers, but the water volume and current were considerably higher in River Sléttuá. Chlorophyll measurements showed a similar concentration of chlorophyll in both rivers, but green algae and cyanobacteria were more common in River Norðurá. The density of benthic invertebrates was higher in River Sléttuá and a total of 18 groups/species of invertebrates were found. According to the habitat mapping on the bottom substrate, the production units of the part of River Norðurá that goes dry were 422.1 and the production units of River Sléttuá below affected area were 417.7. It is clear that approximately one kilometer of the riverbed in River Norðurá will be lost after the construction, which is about 20% of the total production units of River Norðurá. |