Lyf gegn laxalús: virkni, áhrif og notkun. HV 2019-56

Nánari upplýsingar
Titill Lyf gegn laxalús: virkni, áhrif og notkun. HV 2019-56
Lýsing

Laxalús er snýkjudýr á laxfiskum í sjó og er mikið skaðræði fyrir fiskeldisfyrirtæki sem eyða miklum tíma og fjármunum í að hefta magn þeirra með ýmsum aðferðum. Ein þeirra leiða sem notuð hefur verið eru lyf sem eiga að drepa lúsina. Lyfin hafa reynst ágætlega í þessari baráttu en vandamálið er að þau geta einnig haft neikvæð áhrif á önnur krabbadýr sem fyrir eru á svæðinu. Í þessari skýrslu eru teknar saman upplýsingar um vandamál sem lúsin veldur í laxeldi, algengustu lyfin sem eru notuð til aflúsunar og hvaða áhrif þau geta haft á aðrar dýrategundir sem eru í námunda við eldissvæðið.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 22
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Laxalús, fiskeldi, lúsalyf, rækja, humar
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?