Lífríkisúttekt á Hólmavatni og Kalmansá vegna umhverfismats fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1. HV 2022-40
Nánari upplýsingar |
Titill |
Lífríkisúttekt á Hólmavatni og Kalmansá vegna umhverfismats fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1. HV 2022-40 |
Lýsing |
Hafrannsóknastofnun gerði lífríkisúttekt á Hólmavatni og Kalmansá í Hvalfjarðarsveit 21. og 22. september 2022. Verkefnið var unnið fyrir Landsnet vegna umhverfismats fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1, háspennulínu á milli Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Samkvæmt úttektinni fundust fjórar tegundir ferskvatnsfiska í Hólmavatni og Kalmansá. Hornsíli voru þar í miklu magni og einnig þrífast þar urriði og áll. Auk þeirra tegunda fannst flundra í Hólmavatni. Afli á sóknareiningu í netaveiði var fremur lágur í Hólmavatni og samanstóð aflinn fyrst og fremst af urriða. Með rafveiðum reiknaðist vísitala á þéttleika hornsíla 23,3 hornsíli/100m2 í Kalmansá og 78,8 hornsíli/100m2 í Hólmavatni. Einungis eitt urriðaseiði veiddist í Kalmansá við rafveiðar. Blábakteríur voru algengasti hópur þörunga í bæði Hólmavatni og Kalmansá og magn blaðgrænu var lágt í Hólmavatni. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að óhjákvæmilega verði tímabundið rask á lífríki Hólmavatns á framkvæmdartíma. Ef rétt er staðið af framkvæmdum ættu langtímaáhrifin fyrst og fremst að vera bundin við svæðið sem fer undir landfyllingu við vesturbakka hólmans í Hólmavatni. Ekki er talið líklegt að áætluð framkvæmd hafi neikvæð langtímaáhrif á lífríki og afkomu fiskistofna í Hólmavatni eða Kalmansá. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
22 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Hólmavatn, Karlmansá, seiðarannsóknir, urriði, áll, hornsíli, flundra |