Lífríki Hófsár og vatna á vestanverðu Glámuhálendi. Rannsókn unnin vegna fyrirhugaðrar stækkunar Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ. HV 2019-24

Nánari upplýsingar
Titill Lífríki Hófsár og vatna á vestanverðu Glámuhálendi. Rannsókn unnin vegna fyrirhugaðrar stækkunar Mjólkárvirkjunar í Ísafjarðarbæ. HV 2019-24
Lýsing

Efnastyrkur í Hófsá og Grímsvatni er lágur sem bendir til þess að uppruni þess sé að mestu leyti snjóbráð sem hefur haft lítil efnaskipti við berg eða jarðveg á vatnasviðinu. Leiðni, basavirkni og pH gildi voru með þeim lægstu sem mælst hafa á Vestfjörðum.

Hófsá er fremur brött og straumhörð á fiskgenga hluta árinnar og botngerðin einkennist af grófum botni þar sem möl, smágrýti og stórgrýti eru einkennandi botnefni. Víða er verulegt bakkarof en áin kvíslast töluvert á neðsta hlutanum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 21
Leitarorð laxfiskar, botnlægir, hryggleysingjar, blaðgræna, næringarefni
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?