Laxfiskarannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði 2022/ Monitoring of Atlantic salmon stocks in Þverá and Kjarará 2022. HV 2023-03
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxfiskarannsóknir á vatnasvæði Þverár í Borgarfirði 2022/ Monitoring of Atlantic salmon stocks in Þverá and Kjarará 2022. HV 2023-03 |
Lýsing |
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna á fiskstofnum á vatnasvæði Þverár árið 2022. Veiðin í vatnakerfinu árið 2022 var 1.446 laxar, 204 urriðar og 1 bleikja. Á einstökum árhlutum veiddust 620 laxar í Þverá, 794 í Kjarará og 32 í Litlu Þverá. Laxveiðin skiptist í 1.214 smálaxa og 232 stórlaxa og var 54,3% veiðinnar sleppt (47,1% smálaxaveiðinnar og 91,8 stórlaxaveiðinnar). Einungis 7,8% urriða var sleppt en nær öll urriðaveiðin er á neðri hluta vatnakerfisins í Þverá og veiðist urriði mest á síðari hluta veiðitímabilsins. Árið 2022 var fjórða árið í röð þar sem laxveiðin á vatnasvæði Þverár var undir langtíma meðalveiði. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2023 |
Blaðsíður |
21 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, fisktalning, stangveiði, laxahrygning |