Laxá í Aðaldal 2020. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2021-41

Nánari upplýsingar
Titill Laxá í Aðaldal 2020. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2021-41
Lýsing

Í Laxá voru skráðir í veiðibækur alls 388 veiddir laxar sem er 27,1% af meðalveiði áranna 1974 – 2019, sem er 1.424 laxar. Veiðin árið 2020 var jafnframt minnsta veiði sem skráð hefur verið í Laxá í Aðaldal. Af þeim 388 löxum sem veiddust var 371 (98,1%) sleppt aftur og afli var 17 laxar. Nokkuð líkur taktur var í veiði á laxi og silungi, urriða og bleikju, í Laxá í Aðaldal fram til ársins 2003 en eftir það hefur bleikjuveiði minnkað. Veiði á urriða hefur sveiflast nokkuð á milli ára einkum síðustu ár. Af þeim 388 löxum sem veiddust árið 2020 voru 222 (57,2%) smálaxar (eitt ár í sjó) og 166 (42,8%) stórlaxar (tvö ár í sjó og eldri). Alls veiddust 211 hængar og 177 hrygnur. Veiðin skiptist þannig að 161 hængur kom eftir eitt ár í sjó en 61 hrygna. Eftir tvö ár í sjó veiddust 50 hængar og 116 hrygnur. Meðalþyngd smálaxa var 2,9 kg hjá hængum og 2,7 kg hjá hrygnum. Meðalþyngd stórlaxa var um 6,5 kg fyrir hænga en 6,0 kg fyrir hrygnur.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Guðni Guðbergsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2021
Blaðsíður 46
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Laxá, Reykjadalsá, Mýrarkvísl, stangveiði, seiðaþéttleiki, tengsl hrygningarstofns og nýliðunar, viðmiðunarmörk, varúðarmörk, aðgerðarmörk
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?