Laxá í Aðaldal 2018. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2019-46
Nánari upplýsingar |
Titill |
Laxá í Aðaldal 2018. Seiðabúskapur, veiði og endurheimtur gönguseiða. HV 2019-46 |
Lýsing |
Í Laxá voru skráðir í veiðibækur alls 608 veiddir laxar sumarið 2018 sem er 41,2% af meðalveiði áranna 1974 ‐ 2017 sem er 1.475 laxar. Veiðin var sú næst minnsta sem skráð hefur verið í Laxá frá á tímabilinu frá 1974. Af þeim 608 löxum sem veiddust var 582 (95,7%) sleppt aftur og landaður afli var því 26 laxar. Frá árinu 2007 hefur yfir 80% veiðinnar verið sleppt aftur. Af veiðinni árið 2018 voru 223 smálaxar (eitt ár í sjó) og 385 stórlaxar (tvö ár í sjó og eldri). Alls veiddust 284 hængar og 324 hrygnur. Alls voru 175 hængar að koma eftir eitt ár í sjó og 48 hrygnur. Eftir tvö ár í sjó voru 109 hængur og 276 hrygnur. Meðalþyngd smálaxa var 2,9kg hjá hængum 2,6 kg hjá hrygnum. Meðalþyngd stórlaxa var um 7,4 kg, fyrir hænga en 6,0 kg fyrir hrygnur. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfuár |
2019 |
Blaðsíður |
57 |
Leitarorð |
River Laxa, River Reykjadalsa, River Myrarkvisl, Rod catch, juvenile density, stock
and recruitment |