Lax- og silungsveiðin 2021. HV 2022-30

Nánari upplýsingar
Titill Lax- og silungsveiðin 2021. HV 2022-30
Lýsing

Heildarfjöldi laxa veidda á stöng árið 2021 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 36.461 laxar og var það 8.663 löxum (19,2%) minni veiði en árið 2020. Af veiddum löxum í stangveiði þá var 19.589 (53,7%) sleppt og heildarfjöldi landaðra laxa (afli) var 16.872 (46,3%). Af stangveiddum löxum voru 28.705 (78.7%) laxar með eins árs sjávardvöl (smálaxar) og 7.756 (21,3%) laxar með tveggja ára sjávardvöl eða lengri (stórlaxar). Alls var þyngd landaðra laxa (afli) í stangveiði 46.832 kg. Veiði í net var 4.574 laxar sumarið 2021 og var heildaraflinn 12.524 kg. Í stangveiði og netaveiði var heildarafli landaðra laxa samanlagt 41.035 laxar og vógu alls 59.356 kg, af þeim voru 19.164 smálaxar og 3.103 stórlaxar. Sumarið 2021 voru skráðir laxar í stangveiði alls 28.697 laxar af villtum (náttúrulegum) uppruna. Þar sem gönguseiðum var sleppt í ár til hafbeitar veiddust 7.764 laxar sem er um 21,3% af heildar stangveiðinni.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 42
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð lax, urriði, bleikja, veiðiskráning, stangveiði, netaveiði, smálax, stórlax, afli, veitt og sleppt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?