Ágrip
Hér eru teknar saman tölulegar upplýsingar um lax- og silungsveiði á Íslandi fyrir árið 2023 líkt og gert hefur verið síðustu ár og er birt árlega á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.
Heildarfjöldi laxa veidda á stöng árið 2023 var samkvæmt skráðum gögnum sem bárust til Hafrannsóknastofnunar 32.726 laxar, af veiddum löxum í stangveiði þá var 62,8% sleppt og landaðir 37,2%. Veiddir smálaxar (eitt ár í sjó) voru 23.230 eða 71,0% og stórlaxar (tvö ár í sjó) voru 9.496 eða 29,0%. Alls veiddust 3.812 laxar í net og var heildaraflinn 10.688 kg. Í stangveiði voru skráðir alls veiddir 49.711 urriðar og bleikjur alls 27.674. Skráð heildar silungsveiði í net á landinu öllu voru 6.637 urriðar og 30.092 bleikjur.
Árið 2023 voru hnúðlaxar áberandi í ám hér á landi og voru skráðir 562 hnúðlaxar og hafa aldrei verið fleiri, auk þess var tilkynnt um 86 hnúðlaxa sem ekki voru skráðir. Af meintum eldislöxum þá bárust Hafrannsóknastofnun 465 sýni úr fiskum til upprunagreiningar og voru af þeim 440 laxar greindir úr eldi. Alls voru 35 regnbogasilungar skráðir í veiði í ám.
Rétt er að minna á að skráning á lax- og silungsveiði er lagaskylda skv. 13 gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 og skal veiðiskýrslum skilað til Hafrannsóknastofnunar
Abstract
Reporting of all catch in freshwater fisheries is mandatory, by law in Iceland based on a tradition dating back to 1946. The catch statistics have been recorded on electronic form from 1974. The catch is recorded in a logbook on the website of the Marine and Freshwater Research Institute (MFRI) or other format accepted by MFRI.
The total rod catches of Atlantic salmon in 2023 was 32.726 fish, where off 20.568 (62,8%) was released (catch and release). Total number of brown trout/seatrout caught in rod fishery was 49.711 fish, 20.527 (41,5%) were released and the catch landed was 29.184 fish and 36.004 kg. The total number of Arctic charr/sea run Arctic charr in the rod fishery was 27.674 fish were off 7.801 (28,2%) fish released and the catch landed was 19.876 fish and 12.752 kg.
A total of 562 pink salmon were recorded and additional 86 pink salmon were reported making 2023 a record high year for pink salmon in Iceland. The total of farmed salmon escapees was 440 fish which is also a record. A total number of rainbow trout was 35 fish caught in Icelandic rivers and lakes.
|