Langá á Mýrum 2018. Samantekt um vöktunarrannsóknir. HV 2019-22
Nánari upplýsingar |
Titill |
Langá á Mýrum 2018. Samantekt um vöktunarrannsóknir. HV 2019-22 |
Lýsing |
Árið 2018 veiddust 1.632 laxar í Langá, um 5% yfir langtíma meðalveiði. Einnig veiddust 107 bleikjur, aðallega á efsta svæði árinnar og 6 urriðar. Veiðin skiptist í 1.541 smálaxa og 91 stórlax. Alls var 40,7% laxa sleppt í veiðinni og er það hæsta hlutfall slepptra laxa frá upphafi. Fiskteljarar eru starfræktir í fiskvegum við Skuggafoss og Sveðjufoss. Ganga upp fyrir Skuggafoss var 2.291 laxa og 843 laxar gengu upp fyrir Sveðjufoss. Öll gangan fer um teljarann í fiskveginum við Sveðjufoss, en breytilegt hlutfall laxa fer framhjá teljaranum við Skuggafoss. Veiðihlutfall á laxi ofan Sveðjufoss var 25,7%, en er að meðaltali 38,7% frá upphafi talninga árið 2000. Hrognafjöldi Langár var áætlaður 4,0 milljónir hrogna (3,9 hrogn/m2) sem er nokkuð undir langtíma meðaltali (4,9 hrogn/m2). |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfuár |
2019 |
Blaðsíður |
21 |
Leitarorð |
lax, stangaveiði, fiskteljarar, veiðihlutfall, hrygning, seiðabúskapur, hreistursýni |