Kúfskeljarannsóknir í Önundarfirði árið 1999. HV 2019-13

Nánari upplýsingar
Titill Kúfskeljarannsóknir í Önundarfirði árið 1999. HV 2019-13
Lýsing

Í júlí 1999 var lagt mat á stofnstærð kúfskelja í Önundarfirði, sem byggðist annars vegar á botnmyndatöku en hins vegar á veiddum afla í vatnsþrýstiplóg. Botnmyndataka fór fram á tveimur svæðum (I og II) sem valin voru með hliðsjón af stofnstærðarmælingum sem fram fóru í firðinum árið 1994. Alls voru teknar 400 myndir og öll dýr sem sáust á myndunum voru greind og talin og fjöldinn umreiknaður á fermetra og setgerð metin. Inn‐ og útstreymisop kúfskeljarinnar, sem eru sjáanleg á yfirborði þegar skelin er í efri setlögum, voru talin af myndunum og reiknaður út fjöldi þeirra á fermetra, sem og í lífþyngd (kg/m2 ).

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 16
Leitarorð kúfskel, Arctica islandica, þéttleiki, stofnstærð, neðansjávarmyndavél, vatnsþrýstiplógur, slöngustjarna, Ophiuroideae, ophiuroideae, arctica, islandica, neðansjávar, myndavél
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?