Kortlagning búsvæða við Ísland – Rannsókn B6-2011. HV 2018-48

Nánari upplýsingar
Titill Kortlagning búsvæða við Ísland – Rannsókn B6-2011. HV 2018-48
Lýsing

Fjórði leiðangur Hafrannsóknastofnunar til að kortleggja búsvæði á hafsbotni fór fram í júní 2011. Kortlagningin fór fram í Kolluál, á Látragrunni, á Hryggnum úti fyrir Látragrunni og í Víkurál. Markmið með því að kortleggja búsvæðin er að lýsa tegundasamsetningu botndýra
og botngerð á hafsbotninum kringum Ísland. Jafnframt er markmiðið að kanna hvort þar séu viðkvæmar tegundir eða viðkvæm búsvæði sem þarf að vernda. Gögnum var aflað eftir sniðum með neðansjávarmyndavélum. Alls voru tekin 21 snið, níu snið í Kolluál, eitt á Látragrunni, fimm við Hrygginn og sex í Víkurál.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2018
Blaðsíður 25
Leitarorð búsvæði, kortlagning, botndýr, viðkvæmar tegundir, neðansjávarmyndir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?