Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Reyðarfirði 2021. HV 2021-28
Nánari upplýsingar |
Titill |
Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Reyðarfirði 2021. HV 2021-28 |
Lýsing |
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar í leit að mögulegum ígulkeramiðum skollakopps í Reyðarfirði þann 15. janúar 2021. Við veiðarnar var notaður ígulkeraplógur sem hafði verið léttur um 350 kg og riðill í poka stækkaður úr 100 í 145 mm frá fyrri könnun í firðinum árið áður. Skipstjóri um borð í leiðangrinum sá um skráningu á afla og myndatöku þar sem undanþága fyrir viðveru veiðieftirlitsmanns var veitt. Myndefni af afla var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir sem sáust á myndunum. Botnlag var metið þar sem slíkt var mögulegt út frá því botnefni sem kom upp með veiðarfærinu og út frá tegundasamsetningu lífvera í afla. Könnunin fór fram á 10 stöðvum þar sem meðaldýpi var frá 7-16 m. Skollakoppur fannst á öllum stöðvum sem rannsakaðar voru og var aflinn 30-150 kg/5-9 mín tog. Meðalstærð var yfir löndunarstærð (>45mm) á öllum stöðvum þar sem skollakoppur veiddist. Yfirleitt var aflinn nokkuð hreinn af skollakoppi og lítill meðafli. Á milli 4 og 11 tegundir voru greindar í togunum og alls voru greindar 20 tegundir eða hópar lífvera í allri könnuninni. Á öllum stöðvum var botn harður að undanskilinni einni stöð þar sem var leirbotn og þar var afli ígulkera minnstur. Á sjö stöðvum kom upp vörtukórall (Lithohaminon glaciale) en í litlu magni. Áður var vitað umkóralþörunga væði í Reyðarfirði og var ekki togað innan þeirra svæða. Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að nýtanleg ígulkeramið eru í Reyðarfirði eins og kom í ljós í fyrri könnun 2020 en nú voru kerin stærri sem gæti tengst stærri möskva í poka. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
29 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
skollakoppur, grænígull, ígulker, ígulkeraplógur, kóralþörungar, Reyðarfjörður, the green sea urchin, dregde, maerl, Lithothamnion, Reyðarfjörður |