Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Álftafirði. HV 2022-07
Nánari upplýsingar |
Titill |
Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrotus droebachiensis) í Álftafirði. HV 2022-07 |
Lýsing |
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar á ígulkeramiðum (skollakoppur/grænígull) í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi með ígulkeraplóg. Um borð í leiðangrinum var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Myndefni sem safnað var af afla og öðru sem kom upp í togunum var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir. Botnlag og setgerð voru metin þar sem slíkt var mögulegt út frá botnefni sem kom upp með veiðarfærinu og tegundasamsetningu lífvera í afla. Könnunin fór fram á 10 stöðvum á 5-8 m dýpi og var botngerð mismunandi harður botn. Skollakoppur fannst á 6 stöðvum af 10 og var heildarafli (ígulker og meðafli) í 10 mínútna togi 10-400 kg. Magn skollakopps í togi var mest utarlega austantil í firðinum, 135-300 kg. Greinóttir kóralþörungar sáust á 4 stöðvum þar sem myndir voru teknar en í mismiklu magni. Mest var af greinóttum kóralþörungum á einni þeirra stöðva þar sem magn skollakopps var einnig mest. Greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytilegt búsvæði með hátt verndargildi. Tegundafjölbreytni botnlífvera í meðafla var lítill, þar sem aðeins greindust 19 tegund sem gæti orsakast af fáum myndum frá hverri stöð. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
14 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
skollakoppur, grænígull, ígulker, kóralþörungar, ígulkeraplógur, Álftafjörður |