Könnun á útbreiðslu brimbúts (Cucumaria frondosa) í Húnaflóa 2021. HV 2022-36
Nánari upplýsingar |
Titill |
Könnun á útbreiðslu brimbúts (Cucumaria frondosa) í Húnaflóa 2021. HV 2022-36 |
Lýsing |
Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum könnunar í leit að mögulegum sæbjúgnamiðum (brimbútur) í Húnaflóa í júlí 2021. Við veiðarnar voru notaðir sæbjúgnaplógar. Um borð í leiðangrinum var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Myndefni sem safnað var af afla og öðru sem kom upp í togunum var yfirfarið af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar sem greindu og skráðu meðaflategundir. Botnlag og setgerð voru metin þar sem slíkt var mögulegt út frá botnefni sem kom upp með veiðarfærinu og tegundasamsetningu lífvera í afla. Könnunin fór fram á 10 stöðvum (22-49 m) og fannst brimbútur á 8 þeirra en alltaf í mjög litlu magni. Heildarafli í togi var ekki vigtaður né þyngd úrtakssýnis en þar var fjöldi brimbúts metinn 4-8 stk sem er mun minna en greining af ljósmyndum gaf til kynna. Tuttugu tegundir/hópar lífvera voru greindar af myndum og úr aflasýnum og var fjöldi tegunda/hópa á hverri stöð 4-12. Ríkjandi meðaflategundir voru marígull, stórkrossi og svampar af ýmsum tegundum. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
15 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Sæbjúga, brimbútur, sæbjúgnaplógur, Húnaflói |