Helstu niðurstöður vistfræðileiðangurs í Austurdjúp á RS Árna Friðrikssyni í maí 2024

Nánari upplýsingar
Titill Helstu niðurstöður vistfræðileiðangurs í Austurdjúp á RS Árna Friðrikssyni í maí 2024
Lýsing

Ágrip

Hafrannsóknastofnun hefur verið þátttakandi í árlegum alþjóðlegum vistfræðileiðangri í Austurdjúpi í maí frá upphafi hans árið 1995. Markmið leiðangursins er að rannsaka umhverfisskilyrði, svifdýrasamfélög, fylgjast með útbreiðslu og mæla stofnstærð og göngur norsku vorgotssíldarinnar og kolmunna í Austurdjúpi og á Austur- og Norðausturmiðum. Niðurstöður íslenska hluta leiðangursins á RS Árna Friðrikssyni í ár sýndu að norsk-íslensk síld var aðallega að finna norðaustur af Íslandi. Það bendir til svipaðs göngumynsturs og undanfarin ár. Mest mældist af 8 ára síld (2016 árganginum) sem virðist vera allsráðandi í stofninum en 2017 árgangurinn var einnig áberandi. Mælingar sýndu töluverða aukningu í kolmunna (mestmegnis 3-4 ára) sem var að finna víða í hlýsjónum austur af kalda Austur-Íslandsstraumnum og helgast það af sterkri nýliðun síðustu ára. Magn átu var svipað og síðustu ár og var rauðáta jafnan algengust. Ítarlegur samanburður á átumagni og ástandi sjávar milli ára og svæða er gerður í sameiginlegri leiðangursskýrslu allra þátttökuþjóða. Þar eru einnig að finna upplýsingar um bergmálsvísitölur á síld og kolmunna fyrir öll leiðangurssvæði.

Abstract

The Marine and Freshwater Research Institute has participated in the International Ecosystem Survey in Nordic Seas (IESNS) in May since initiated in 1995. The aim of the survey is to monitor the ocean condition, meso-zooplankton abundance and distribution and to estimate the abundance and distribution of Norwegian spring spawning herring and blue whiting in the Norwegian Sea and adjacent areas. The results of the Icelandic part of this year’s survey on RV Árni Friðriksson showed a wide distribution of herring northeast of Iceland. It implies a similar migration pattern as in recent years. Eight-year-old herring (2016-year class) was most abundant overall and is dominating the stock, but the 2017- year class was also observed in large numbers. Young blue whiting (mostly 3-4 years old) was registered widely in the warm Atlantic waters east of the cold East Iceland Current. This is consistent with previous estimates of strong blue whiting recruitment in recent years. The density of meso-zooplankton was comparable to recent years where Calanus finmarchicus was normally most abundant. Comparisons of zooplankton density and environmental conditions among areas and years are presented in the compiled survey report from all the participating nations. It also provides abundance indices from the acoustical measurements of herring and blue whiting from all research areas.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Sigurvin Bjarnason
Nafn Anna Heiða Ólafsdóttir
Nafn Hildur Pétursdóttir
Nafn Hrefna Zoëga
Nafn Ragnhildur Ólafsdóttir
Nafn Sólrún Sigurgeirsdóttir
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 47
Blaðsíður 33
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Bergmálsmælingar, norsk-íslensk síld, kolmunni, áta, vistfræðileiðangur, umhverfi, Noregshaf,Acoustic measurements, Norwegian spring spawning herring, blue whiting, meso-zooplankton, ecosystem survey, Norwegian sea
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?