Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár. Samantekt fyrir árin 2013 – 2021. HV 2022-28

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár. Samantekt fyrir árin 2013 – 2021. HV 2022-28
Lýsing

Hafrannsóknastofnun (áður Veiðimálastofnun) hefur stundað fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsá allt frá árinu 1993. Frá árinu 2001 hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á lífríki Þjórsár vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá neðan Búrfells. Hafa þær einkum snúist um rannsóknir á laxfiskum. með áherslu á göngufisk enda verða áhrif fyrirhugaðra virkjana fyrst og fremst á göngufisk. Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður á rannsóknum og er þar einkum litið til áranna 2013 til 2021. Meginmarkmið rannsóknanna hefur verið að auka þekkingu á göngu laxfiska í og úr sjó sem nýta megi við mat á áhrifum og útfærslu mótvægisaðgerða vegna fyrirhugaðra virkjana. Rannsóknirnar voru unnar fyrir Landsvirkjun. Þær fólust m.a. í því að kanna göngur laxfiska milli sjávar og ferskvatns. Göngutími og gönguhegðan seiða á leið til sjávar voru rannsökuð með gildruveiði og útvarpsmerkingum seiða. Þá hefur verið gert stofnstærðarmat laxa og sjóbirtings. Þéttleiki fisktegunda og vöxtur var kannaður með rafveiðum og fiskgöngur upp Búða metnar með fiskteljara. Jafnframt hafa verið gerðar rannsóknir á göngum kynþroska urriða og fullvaxinna laxa og aldurssamsetningu og uppruna þeirra. Fljúgandi bitmý hefur verið talið með flugnagildrum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2022
Blaðsíður 105
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Þjórsá, Kálfá, Sandá, virkjanir, vatnalíf, fiskur, vöktun, bleikja, lax, urriði, seiðarannsóknir, aldur, fæða, seiðagildrur, flugnagildrur, fiskgöngur, veiði, gönguseiði, útvarpsmerki
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?