Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árin 2022 og 2023. HV 2024-18

Nánari upplýsingar
Titill Fiskrannsóknir á vatnasvæði Þjórsár árin 2022 og 2023. HV 2024-18
Lýsing

Ágrip

Seiðabúskapur var vaktaður, gönguseiði talin, mæld og örmerkt. Tekið var hreistur af löxum og sjóbirtingi á göngu úr sjó til aldursgreiningar. Fiskur var talinn með teljurum í Kálfá og í Þjórsá við Búða. Vatnshiti var mældur með hitasíritum og veiðiskýrslum safnað. Gert var stofnmat á gönguseiðum laxa, sjóbirtinga og laxa á leið úr sjó. Flugnagildrur voru starfræktar yfir sumartímann. Laxveiðin á vatnasvæðinu 2022 var 2.964 fiskar og 4.030 árið 2023. Á stöng veiddust 1.348 árið 2022 og 1.098 laxar árið 2023. Veiddir urriðar voru 483 árið 2022 og 545 árið 2023. Stofnmat gaf 6.644 náttúrulega hrygningarlaxa á göngu inn á vatnasvæðið sumarið 2022 og 6.556 árið 2023. Stofnmat sjóbirtinga (≥ 50 cm) gaf 460 fiska árið 2022 og 630 árið 2023. Laxaseiði fundust á öllum veiddum stöðum ofan fiskstigans við Búða og virðist landnám laxa þar komið í ákveðið jafnvægi. Á viðmiðunarstöðvum neðan Búða hafa árgangar laxaseiða 2019 og 2021 mælst sterkir. Alls gengu 519 laxar upp fyrir teljara við Búða árið 2022 og 895 árið 2023.

Abstract

Juvenile densities of salmonids were monitored, smolts were counted, measured and micro-tagged and adult salmon and sea trout age-analysed. Fish was counted by fish counters in the tributary R. Kálfá and in Búði fishway in river R. Þjórsá and stock size of salmon and sea trout calculated. Water temperature was measured with data loggers and fishing reports were collected. Stock size of Atlantic salmon (Salmo salar), and salmon and sea trout (Salmo trutta) adults were calculated. Flytraps were in function over summertime. The salmon catch was 2.964 in 2022 and 4.030 in 2023. By rod 1.348 were caught in 2022 and 1.098 in 2023. Total catch of brown trout was 483 fish in 2022 and 545 in 2023. The stock assessment size of adult salmon was 6.644 wild fish in 2022 and 6.556 in 2023. Sea trout (≥ 50cm) stock assessment was 460 fish in 2022 and 630 in 2023. Salmon juveniles were found in all research stations above Búði fish ladder and colonization of salmon there seems to have reached a certain balance. At reference stations below Búða, the 2019 and 2021 cohorts of salmon juveniles have been found to be strong. A total of 519 salmon ascended the counter at Búði in 2022 and 895 in 2023.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 18
Blaðsíður 44
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð Þjórsá, Kálfá, Sandá, virkjanir, vatnalíf, fiskur, vöktun, bleikja, lax, urriði, seiðarannsóknir, aldur, fæða, seiðagildrur, flugnagildrur, fiskgöngur, veiði, gönguseiði, salmon, brown trout, arctic char
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?