Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2018. HV 2019-54

Nánari upplýsingar
Titill Fiskirannsóknir á vatnasviði Lagarfljóts og Gilsár 2018. HV 2019-54
Lýsing

Í skýrslunni er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsókna á fiskstofnum Lagarfljóts og hliðaráa, auk Gilsár, sumarið 2018. Rannsóknirnar eru liður í vöktun fiskstofna á svæðinu, með það að markmiði að meta áhrif Kárahnjúkavirkjunar á lífríki Lagarfljóts og hliðaráa þess.
Seiðarannsóknir voru gerðar með rafveiðum í fimm hliðarám Lagarfljóts, auk Gilsár. Laxaseiði veiddust eingöngu í Gilsá, alls þrír árgangar. Bleikjuseiði veiddust í öllum ánum og urriðaseiði í öllum utan Bessastaðaá. Í Lagarfljóti var veitt með netum af mismunandi möskvastærðum (netaröðum) á þremur stöðum, þ.e. við Hallormsstað, Egilsstaði/Þórsnes og í Vífilsstaðaflóa.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 36
Leitarorð bleikja, urriði, lax, Lagarfljót, rafveiði, netaveiði, Kárahnjúkavirkjun, Arctic char, brown trout, Atlantic salmon, Lake Lagarfljót, electrofishing, gillnets, Kárahnjúkar hydropower plant
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?