Fiskgöngur um fiskteljara í Skjálfandafljóti 2018, veiðitölur og vatnshitamælingar 2015 ‐ 2018. HV 2019-06

Nánari upplýsingar
Titill Fiskgöngur um fiskteljara í Skjálfandafljóti 2018, veiðitölur og vatnshitamælingar 2015 ‐ 2018. HV 2019-06
Lýsing

Í skýrslunni er greint frá niðurstöðu fisktalningar í Skjálfandafljóti sumarið 2018. Þá gengu samtals 289 fiskar upp fyrir teljarann. Af þeim voru 172 smálaxar (eitt ár í sjó), 62 stórlaxar (tvö ár í sjó) og 55 silungar. Greint er frá samantekt mælinga á vatnshita 2015 ‐ 2018 og gerður ýmis samanburður. Gerð er grein fyrir veiðitölum og veiddust samtals 347 laxar á vatnasvæðinu árið 2018, sem er langt undir 10 ára meðalveiði.
Samanburður á meðalvatnshita að sumarlagi gaf 0,7° – 3,8°C hærri vatnshita við brú á Norðausturvegi en við Stóruvallabrú. Hitastuðull framleiðslugetu laxaseiða í Skjálfandafljóti var að meðaltali 0,58 við Stóruvallabrú og 0,92 við brú á Norðausturvegi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Benóný Jónsson
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 14
Leitarorð Skjálfandafljót, fiskteljari, vatnshiti, veiðitölur, hitastuðlar, skjálfandafljót
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?