Exploratory survey on the abundance and distribution of Calanus finmarchicus southwest of Iceland as a potentially harvestable resource. HV 2021-51
Nánari upplýsingar |
Titill |
Exploratory survey on the abundance and distribution of Calanus finmarchicus southwest of Iceland as a potentially harvestable resource. HV 2021-51 |
Lýsing |
Exploratory survey on the abundance and distribution of Calanus finmarchicus southwest of Iceland as a potentially harvestable resource / Rannsóknir á þéttleika og dreifingu rauðátu, Calanus finmarchicus, suðvestan við Ísland með tilliti til veiðimöguleika
Dagana 7.-13. júní 2012 var farinn rannsóknaleiðangur á rannsóknaskipinu Dröfn á hafsvæðið suðvestur af Íslandi, bæði yfir landgrunninu og utan þess, til að kanna hvort þéttleiki rauðátu (Calanus finmarchicus) að vor- og sumarlagi væri nægur til að hægt væri að stunda veiðar á henni. Til rannsókna á útbreiðslu, lóðréttri dreifingu og þroska rauðátu voru tekin sýni með WP2-háfum og sérhönnuðum smáháfum („planktometer“) sem notaðir voru til að ná sýnum á mismunandi dýpum (0, 5, 10, 15, 20, 30, 50 m). Á nokkrum stöðvum var auk þess notað sérstakt hringnet með þvermáli 1,6 m til að meta þéttleika rauðátu. Gögnum um hita og seltu sjávar var safnað á öllum stöðvum með sondu. Niðurstöður benda til að í fyrri hluta júní sé þéttleiki rauðátu nægur til að hægt sé að stunda veiðar á fjölmörgum stöðum suðvestur af landinu, einkum við landgrunns-brúnirnar. Seinni helmingur júní og júlí kunna að vera enn hentugri til veiða, því að þá hefur rauðátan væntanlega safnað meiri fituforða og meira af litarefninu astaxantín. Vestari hluti athugunarsvæðisins einkenndist af miklum og útbreiddum svifþörungavexti sem hamlaði rauðátuveiðunum. Lagt er til að frekari rannsóknir á veiðimöguleikum rauðátu verði gerðar í síðari hluta júní og í júlí yfir landgrunnsbrúnunum suður af landinu |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
12 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Rauðáta, veiðar, Calanus finmarchicus, harvesting, Iceland |