Efnasamsetning, rennsli og aurburður vaktaðra straumvatna á Suðurlandi. Niðurstöður ársins 2022 HV 2023-27
Nánari upplýsingar |
Titill |
Efnasamsetning, rennsli og aurburður vaktaðra straumvatna á Suðurlandi. Niðurstöður ársins 2022 HV 2023-27 |
Lýsing |
Ágrip
Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður mælinga á rennsli, uppleystum efnum og svifaur í Sogi við Þrastarlund, Ölfusá við Selfoss og Þjórsá við Urriðafoss. Niðurstöðurnar eru birtar í töflum og myndum í viðauka og þær ræddar í texta. Vöktunin er unnin fyrir Landsvirkjun og umhverfisstofnun og er þessi áfangaskýrsla ætluð til að gera grein fyrir niðurstöðum frá árinu 2022. Þær niðurstöður eru bornar saman við eldri niðurstöður en vöktunin hefur staðið frá árinu 1996 í Ölfusá og Þjórsá og frá 1998 í Sogi. Gögnin nýtast til að gera grein fyrir efnastyrk og framburði íslenskra straumvatna til evrópska gagnagrunna auk þess að vera mikilvæg til að meta breytileika efnastyrks innan árs og á milli ára í straumvötnum. Einnig nýtast gögnin til að meta ástand þessara straumvatna m.t.t. efnasamsetningar þeirra miðað við það sem sett hefur verið fram í lögum um stjórn vatnamála (nr. 36/2011) og reglugerð um varnir gegn mengun vatns (nr. 796/1999).
Abstract
This report summarizes the results of measurements of river discharge, dissolved substances, and suspended solids in samples collected during different seasons in 2021 in Sog at Þrastarlund, Ölfusá at Selfoss and Þjórsá at Urriðafoss. The results are published in tables and figures in the appendix and are discussed in the text. The monitoring is carried out for Landsvirkjun and the Environmental Agency of Iceland. In the report the results from 2021 are compared with older results, but the monitoring has been ongoing since 1996 in Ölfusá and Þjórsá and since 1998 in Sog. The data is used to account for the chemical concentration and fluxes of Icelandic rivers into European databases, in addition of being important for assessing the seasonal and long-term variability of riverine constituents in Icelandic streams. The data is fit for purpose to assess the physico-chemical status of the monitored rivers according to the WFD. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2023 |
Tölublað |
27 |
Blaðsíður |
46 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
ISSN |
2298-9137 |
Leitarorð |
Efnasamsetning, straumvötn, stjórn vatnamála, efnaframburður, næringarefni, snefilefni, aðalefni, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, OSPAR. Riverine chemical composition, riverine fluxes, nutrients, trace elements, major element, physico-chemical quality elements, Water Framework Directive. |