Efnasamsetning, rennsli og aurburður vaktaðra straumvatna á Suðurlandi. Niðurstöður ársins 2020. HV 2021-33
Nánari upplýsingar |
Titill |
Efnasamsetning, rennsli og aurburður vaktaðra straumvatna á Suðurlandi. Niðurstöður ársins 2020. HV 2021-33 |
Lýsing |
Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður mælinga á rennsli, uppleystum efnum og svifaur í Sogi við Þrastarlund, Ölfusá við Selfoss og Þjórsá við Urriðafoss. Niðurstöðurnar eru birtar í töflum og myndum í viðauka og þær ræddar í texta. Vöktunin er unnin fyrir Landsvirkjun og Umhverfisstofnun og er þessi áfangaskýrsla ætluð til að gera grein fyrir niðurstöðum frá árinu 2020. Þær niðurstöður eru bornar saman við eldri niðurstöður en vöktunin hefur staðið frá árinu 1996 í Ölfusá og Þjórsá og frá 1998 í Sogi. Gögnin nýtast til að gera grein fyrir efnastyrk og framburði íslenskra straumvatna í evrópska gagnagrunna (AMAP/OSPAR) auk þess að vera mikilvæg til að meta breytileika efnastyrks innan árs og á milli ára í íslenskum straumvötnum. Einnig nýtast gögnin til að meta ástand þessara straumvatna m.t.t. efnasamsetningar þeirra miðað við það sem sett hefur verið fram í lögum um stjórn vatnamála og reglugerð um varnir gegn mengun vatns. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
44 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Efnasamsetning, straumvötn, stjórn vatnamála, efnaframburður, næringarefni, snefilefni, aðalefni, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, OSPAR. Riverine chemical composition, riverine fluxes, nutrients, trace elements, major element, physiochemical quality elements |