Botngerðarmat fyrir lax á vatnasvæði Laxár í Miklaholtshreppi. HV 2021-57
Nánari upplýsingar |
Titill |
Botngerðarmat fyrir lax á vatnasvæði Laxár í Miklaholtshreppi. HV 2021-57 |
Lýsing |
Laxá í Miklaholtshreppi á upptök sín í fjallendi austan Ljósufjalla og er efri hluti árinnar brattur, en er neðar dregur fellur áin um hallalítið en vel gróið undirlendi. Áin er hrein dragá að uppruna og er fiskgengur hluti hennar tæplega 14 km að lengd. Kleifá og Selá eru stærstu hliðarár Laxár, auk minni lækja. Allir íslensku laxfiskarnir, þ.e. lax, bleikja (sjóbleikja) og urriði (sjóbirtingur) eru til staðar á vatnasvæði Laxár. Laxá í Miklaholtshreppi er ein af hliðarám Straumfjarðarár á Snæfellsnesi og fellur í hana að austanverðu, um 1 km ofan við sjávarósinn. Fiskgenga hluta árinnar var skipt í fjóra einsleita kafla með hliðsjón af botngerð og straumlagi. Á hverjum kafla var botngerð, straumlag og dýpi skrásett á þversniðum í farvegi árinnar. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
12 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Lax, búsvæði, búsvæðamat, framleiðslugildi, framleiðslueiningar, framleiðslugeta |