Benthic Habitat Mapping of the Seafloor 2019 – Cruise report B8‐2019. HV 2021-40
Nánari upplýsingar |
Titill |
Benthic Habitat Mapping of the Seafloor 2019 – Cruise report B8‐2019. HV 2021-40 |
Lýsing |
Áttundi leiðangur verkefnisins Kortlagning búsvæða á hafsbotni (KBH) fór fram 24. júní til 3. júlí 2019. KBH er langtímaverkefni á vegum Hafrannsóknastofnunar þar sem markmiðið er að lýsa samfélagsgerðum botndýra og búsvæðum á hafsbotni ásamt því að kortleggja viðkvæmar tegundir og vistkerfi og meta þörf á verndun þeirra. Svæðin sem kortlögð voru að þessu sinni voru Jökuldjúp, lítið svæði austur af Eldey, Kötlugrunn og nokkrir staðir í kantinum milli Háfadjúps og Hornafjarðardjúps. Rannsóknin fór fram með neðansjávarmyndavélum þar sem myndað var á 70 sniðum sem hvert um sig var um 600 m langt. Frumniðurstöður sýna nokkrar gerðir af ólíkum búsvæðum sem einkennast af mismunandi lykiltegundum. Til að mynda eru einsleit búsvæði á mjúkum botni sem einkennast af sæbjúgum, ígulkerum, bambuskóral eða sæfjöðrum. Flóknari búsvæði samanstóðu meðal annars af blöndu af mjúku og hörðu seti með svömpum og kóralgörðum eða grjóthrúgum með sænellikum og brimbútum. Hár þéttleiki kórals bendir til að kóralrif séu úti fyrir Siðugrunni og Mýragrunni. Swiftia kóralgarður sást á Kötlugunni. Athuganir voru einnig gerðar á þekktum kóralrifum. Þekkt svæði með jarðhitavirkni austur af Eldey var kannað og uppstreymi af heitu vatni og bakteríumottur sáust á sandbotni.
|
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2021 |
Blaðsíður |
48 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Habitat mapping, coral, sponges, VME, underwater images, ecosystem, benthos |