Aurflóðið í Andakílsá 2017 – afleiðingar þess og framvinda lífríkis. HV 2022-35
Nánari upplýsingar |
Titill |
Aurflóðið í Andakílsá 2017 – afleiðingar þess og framvinda lífríkis. HV 2022-35 |
Lýsing |
Á tímabilinu 15–19. maí 2017 var vatni hleypt úr inntakslóni Andakílsárvirkjunar með þeim afleiðingum að rof varð á botnseti í inntakslóni virkjunarinnar og gríðarlegt magn af aur barst niður á fiskgenga hluta Andakílsár. Orka náttúrunnar fól Hafrannsóknastofnun að gera rannsókn á áhrifum aurburðar úr lóninu á lífríki árinnar. Á árunum 2017 til 2020 var því fylgst með lífríki árinnar reglubundið og var áhersla lögð á rannsóknir á magni blaðgrænu a, fjölbreytni og þéttleika botnlægra hryggleysingja, og þéttleika og aldurssamsetningu fiskseiða.
Mælingar voru gerðar á efnasamsetningu vatnsins auk þess sem gerðar voru mælingar á þykkt nýja botnsetsins sem þakti farveg árinnar og fylgst með þróun þess með tíma. Athuganir sem gerðar voru fljótlega eftir aurflóðið sýndu að búsvæði fyrir vatnalífverur höfðu raskast mjög mikið. Mjög víða var gamli árbotninn hulinn með 20–60 cm þykku setlagi, sem samanstóð af leir, sandi og smágrjóti. Fljótlega eftir aurflóðið skolaðist fínasta efnið í burtu ofan af grófara efninu sem hafði komið með aurflóðinu. Magn blaðgrænu jókst smám saman frá því að aurflóðið féll í maí 2017 þar til rannsókninni lauk árið 2020 og er það sérstaklega greinilegt þegar haustsýni voru borin saman frá ári til árs. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2022 |
Blaðsíður |
66 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
Leitarorð |
Andakílsá, aurflóð og framvinda lífríkis |