Afrán á leturhumri (Nephrops norvegicus) í stofnmælingu humars árin 2008 til 2016. HV 2018-44

Nánari upplýsingar
Titill Afrán á leturhumri (Nephrops norvegicus) í stofnmælingu humars árin 2008 til 2016. HV 2018-44
Lýsing

Litlar upplýsingar liggja fyrir um afrán á humri við Ísland. Aðrir hryggleysingjar, líkt og rækja, er algeng fæða þorsks og ýsu, en afrán þessara tveggja tegunda á humar hefur lítið verið rannsakað hér við land. Hér tökum við saman helstu niðurstöður úr fæðugreiningum sem fóru fram á árunum 2008 til 2016 í humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn hefur verið árlega frá árinu 1973. Niðurstöðurnar benda til þess að á þessum svæðum og þessum tíma er humar algeng fæða þorsks en hins vegar er humar ekki mikilvæg fæða ýsu.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfuár 2018
Leitarorð leturhumar, afrán, fæðugreining, þorskur, ýsa
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?