Aðferðir við ákvörðun á vistmegni mikið breyttra vatnshlota

Nánari upplýsingar
Titill Aðferðir við ákvörðun á vistmegni mikið breyttra vatnshlota
Lýsing

Ágrip
Samkvæmt lögum um stjórn vatnamála skulu öll vatnshlot uppfylla umhverfismarkmið sem sett eru fram í
vatnaáætlun Íslands 2022–2027. Almennt séð þurfa vatnshlot að uppfylla skilyrði um mjög gott og gott
vistfræðilegt ástand, en í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt setja önnur umhverfismarkmið, t.d. þar sem
vatnshlot hafa orðið fyrir umfangsmiklum breytingum af mannavöldum eða hafa jafnvel verið búin til þar sem
ekki var vatn áður. Samkvæmt lögunum getur Umhverfisstofnun í ákveðnum tilvikum skilgreint vatnshlot sem
manngert eða mikið breytt ef það hefur orðið fyrir umfangsmiklum breytingum á vatnsformfræði sem leitt hafa
til þess að vatnshlotið nær ekki markmiðum um a.m.k. gott vistfræðilegt ástand. Umhverfismarkmið mikið
breyttra og manngerðra vatnshlota er gott vistmegin.
Í skýrslunni er fjallað um aðferðir við ákvörðun vistmegins í mikið breyttum vatnshlotum í samræmi við
leiðbeiningar Evrópusambandsins. Leiðbeiningarnar voru gerðar til að samræma aðferðir við ákvörðun á
vistmegni mikið breyttra vatnshlota í Evrópu sem er nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði vatnatilskipunar
Evrópusambandsins. Við ákvörðun á besta og góðu vistmegni þarf að greina hvaða mótvægisaðgerðir eru
viðeigandi í hverju vatnshloti með áherslu á aðgerðir sem líklegastar eru til að skila bestum árangri fyrir vistkerfið.
Áhersla er lögð á að tryggja vistfræðilega samfellu í vatnshlotum til að vistkerfið starfi á sem eðlilegastan hátt. Við
ákvörðun á vistmegni vatnshlota er nauðsynlegt að miða við vatnshlot sem eru sambærileg mikið breyttu
vatnshlotunum. Sem dæmi má nefna skyldi almennt miða við gæðaþætti í stöðuvötnum þegar meta skal
vistmegin uppistöðulóna (t.d. fyrir vatnsaflsvirkjanir), þrátt fyrir að vatnshlotið hafi tilheyrt straumvötnum fyrir
framkvæmdir.
Fjallað er um tvær meginstefnur við ákvörðun á vistmegni, þ.e. viðmiðunarnálgun og mótvægisnálgun.
Viðmiðunarnálgun má nota ef gögn um líffræðilega gæðaþætti eru nægileg og góð þekking er á tengslum
líffræðilegra og vatnsformfræðilegra þátta. Ef gögn um gæðaþætti eru hins vegar af skornum skammti má ákvarða
vistmegin með mótvægisnálgun og er það gert út frá þeim mótvægisaðgerðum sem til staðar eru og gagnast
lífríkinu hvað best. Aðferðirnar tvær eiga að leiða til sömu niðurstöðu í vistfræðilegu tilliti og báðar byggja þær á
að mótvægisaðgerðir séu til staðar sem milda áhrif framkvæmda á vatnsformfræði vatnshlotanna, sérstaklega
hvað varðar vistfræðilega samfellu.

Abstract
In Iceland the European Water Framework Directive (WFD) is being implemented as of the legislation in 2011 of
the law on Water Management Act (no. 36/2011). According to the law, all water bodies must meet the
environmental objective set out in the Icelandic River Basin Management Plan 2022–2027. In general, water
bodies must fulfil the criteria of high and good ecological status. However, in some cases it may be necessary to
set other environmental objectives, e.g. where water bodies have undergone extensive anthropogenic alteration
or have been created where there was no water before. According to the law the Environmental Agency can in
certain cases define a body of water as Heavily Modified Water Body (HMWB) or Artificial Water Body (AWB) if it
has undergone extensive hydromorphological changes that prevent it from achieving the objective of good
ecological status. The environmental objective for HMWB and AWB is good ecological potential.
This report discusses methods for determining the ecological potential of HMWB in accordance with EU guidelines.
The guidelines were made to harmonise methods used for assessing the ecological potential of HMWB in Europe.
When determining high and good ecological potential it is necessary to identify appropriate mitigation measures
in the water body and assess which measures are most likely to benefit the ecosystem. Emphasis is on ensuring
ecological continuum in water bodies to enable the ecosystem to function as naturally as possible. When
determining the ecological potential of a heavily modified water body it is necessary to use quality elements
appropriate for the water body category which is comparable to the heavily modified water body in question. For
example, lake quality elements should generally be used when determining the ecological potential of reservoirs
(e.g. for hydroelectric power plants) even though the original water body used to be a river before construction
began.
Here we present two main approaches to determine ecological potential in HMWB, i.e. the reference approach
and the mitigation measures approach. The reference approach can be used if data on biological quality elements
are sufficient and the knowledge of the relationship between hydromorphological conditions and biological
response is adequate. On the other hand, if data on quality elements are scarce the ecological potential can be
determined with the mitigation measures approach which is based on the appropriate mitigation measures
benefitting the ecosystem. The two methods should lead to the same result in an ecological context, and both are
based on the presence of mitigation measures that reduce the anthropogenic impact on water body
hydromorphology, especially with respect to ecological continuity in the water body.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 1
Tölublað 10
Blaðsíður 49
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð Vistmegin, mikið breytt vatnshlot, manngert vatnshlot, mótvægisnálgun, viðmiðunarnálgun, mótvægisaðgerð, stjórn vatnamála, Ecological potential, Heavily Modified Water Body, Artificial Water Body, reference, approach, mitigation measures approac
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?