Leiðangursmenn í uppsjávarlífríkisleiðangrinum við upphaf hans.
Nú standa yfir tveir rannsóknaleiðangrar Hafrannsóknastofnunar. Annars vegar er um að ræða leiðangurinn Kortlagningu búsvæða við Ísland. Markmið leiðangursins er að kortlegga búsvæði tveggja svæða vestur af landinu, á landgrunninu og í kantinum. Fyrra svæðið er um 5900 km2 að stærð og staðsett 85 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þar eru fjölbreytt botnlag og ýmsar upplýsingar benda til að kórala sé að finna á þessu svæði. Hitt svæðið er út af Vestfjörðum, 7000 km2. Þar eru einhver mestu fiskimið Íslands en einnig benda ýmsar heimildir til að svampasvæði séu á þessum slóðum. Leiðangurinn hófst 29. júní sl. og er áætlað að honum ljúki 7. þ.m.
Hinn leiðangurinn er alþjóðlegur rannsóknaleiðangur sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í áttunda árið og nefnist International Summer Survey of the Seas. Í leiðangrinum eru stundaðar rannsóknir á uppsjárvarlífríki norðaustur Atlantshafs að sumarlagi. Alls taka fimm skip þátt og koma þau frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi, auk Íslands. Markmið leiðangursins er að rannsaka alla hlekkina í uppsjávarvistkerfinu frá frumframleiðni sjávar til hvala. Leiðangurinn hófst í gær, 3. júlí, og mun standa yfir í 30 daga. Á þeim tíma verða teknar verða 80 t0gstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur.
Þetta árið hafa leiðangursmenn í þessum tveimur leiðöngrum ákveðið að blogga í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um það sem á daga þeirra drífur; frá vísindunum, lífinu um borð og ýmsum uppákomum.
Hægt er að fylgjast með hér: