Tvær skýrslur um skollakopp

Ljósm. Hafrannsóknastofnun Ljósm. Hafrannsóknastofnun

Út eru komnar skýrslur er gera grein fyrir niðurstöðum könnuna á ígulkeramiðum (skollakoppur/grænígull) í Ísafjarðardjúpi og Húnaflóa með ígulkeraplóg. Þórishólmi ehf stóð fyrir leiðöngrunum en um borð var eftirlitsmaður frá Fiskistofu sem sá um skráningu á afla og myndatöku. Tíu stöðvar voru skoðaðar á hverju svæði.

Niðurstöður leiddu í ljós að engin nýtanleg ígulkeramið eru á þeim svæðum sem skoðuð voru í Ísafjarðardjúpi en skollakoppur fannst víða í Húnaflóa. Á því svæði sem þéttleiki skollakopps var mestur, voru ígulkerin yfirleitt smá og undir löndunarstærð en auk þess var mikið af kóralþörungi á svæðinu. Á öðrum svæðum þar sem skollakoppur var í veiðanlegu magni var minna magn kóralþörunga, en þeir greindust á 4 af þeim 10 stöðvum sem voru skoðaðar. Greinóttir kóralþörungar mynda afar viðkvæm og fjölbreytileg búsvæði með hátt verndargildi. Þau eru talin mikilvæg fyrir ungviði nytjastofna og ætti því ekki að stunda plógveiðar á þeim.

Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrodus droebachiensis) í Ísafjarðardjúpi. HV 2019-60

Könnun á útbreiðslu skollakopps (Strongylocentrodus droebachiensis) í Húnaflóa. HV 2020-04

 

 

 

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?