Stofnmat og ráðgjöf vegna úthafsrækju

Stofnmat og ráðgjöf vegna úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að leyfðar verði veiðar á 5000 tonnum af úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2017/2018. Ráðgjöf yfirstandandi fiskveiðiárs (2016/2017) var 4100 tonn. Forsendur ráðgjafar má nálgast í meðfylgjandi skjali: Raekja_UTHAF (.pdf)

Stofnvísitala úthafsrækju var svipuð og hún hefur verið frá árinu 2012 og yfir varðúðarmörkum. Mikið var af þorski á öllu svæðinu, eða svipað og hefur verið frá árinu 2015. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar, veiðar og ráðgjöf má nálgast í meðfylgjandi skjali: stofnmat_uthafsraekja_taekniskyrsla (.pdf)


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?