Stjórn vatnamála

Stjórn vatnamála

Markmið laga um stjórn vatnamála er að vernda vatn og vatnalífríki. Umhverfisstofnun ber ábyrgð á innleiðingu laganna en Hafrannsóknastofnun hefur unnið náið með Umhverfisstofnun, ásamt Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands, að verkefnum sem lúta að innleiðingunni. Nú á dögunum kom út yfirlit yfir þau verkefni sem unnið hefur verið að undir stjórn vatnamála á síðustu tveimur árum. Tilgangurinn með birtingu yfirlitsins er að upplýsa almenning og aðra um stöðu mála og búa til samráðsvettvang um verkefnið. Hér með gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunar sem mun taka gildi árið 2022 og gildir út árið 2027.  Drög að vatnaáætlun verða auglýst til kynningar fyrri hluta árs 2021.  
Ábendingar og athugasemdir sendist á ust@ust.is „Stjórn vatnamála“ eða til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir er til 1. apríl.    

Hlekkur á skýrsluna.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?