Ray Hilborn flytur fyrirlestra á vegum Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna
Hinn heimsþekkti sjávarlíffræðingur Ray Hilborn verður gestafyrirlesari Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna í ár.
Hilborn mun halda fyrirlestra á sal Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4, 1. hæð. Þeir eru sérstaklega ætlaðir nemendum Sjávarútvegsskólans en eru opnir öllu áhugafólki um sjávarútvegsmál.
Fyrirlestrarnir verða haldnir dagana 14.-15 september:
- Fimmtudagur 14. september kl. 9:00-11:30: Hilborn flytur fyrri tvo fyrirlestra sína. Sá fyrri fjallar um ástand fiskistofna Jarðar og þær ólíku aðferðir sem notaðar eru til að meta það í mismunandi heimshlutum. Sá seinni fjallar um áhrif ólíkra fiskveiðistjórnunarkerfa á ástand fiskistofna.
- Föstudagur 15. september kl. 13:00-15:30: Hilborn flytur seinni tvo fyrirlestrana. Sá fyrri fjallar um mat á ástandi fiskistofna í löndum þar sem fyrirliggjandi gögn eru takmörkuð. Sá seinni fjallar um hlutverk svokallaðra „hafverndarsvæða" (e. MPAs) sem eitt verkfæri í fiskveiðistjórnun.