Þann 1. júlí tók til starfa Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna.
Stofnunin starfar samkvæmt
lögum 112/2015 sem samþykkt voru á Alþingi í desembermánuði síðastliðnum. Stofnunin varð til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og tekur við öllum skyldum og hlutverkum þeirra stofnana. Forstjóri nýrrar stofnunar er Sigurður Guðjónsson.
Stofnunin verður í fremstu röð í haf- og ferskvatnsrannsóknum á norðurslóðum þar sem;
- nýtingaráðgjöf nytjastofna með vistkerfisnálgun verður höfð að leiðarljósi
- vöktun viskerfa í hafi og ferskvatni verður til fyrirmyndar og rannsóknir og þróun í fiskeldi í sátt við náttúru