Mynd Svanhildar bar sigur úr býtum

Vinningsmynd Svanhildar Egilsdóttur Vinningsmynd Svanhildar Egilsdóttur

Mynd Svanhildar Egilsdóttur, ljósmyndara hjá Hafrannsóknastofnun, bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni sem 200 mílur og Morgunblaðið efndi til. Myndin var tekin sl. vor um borð í Saxhamri frá Rifi. 

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:

Sérlega vel heppnuð mynd sem fangar vel lífið og störfin um borð í einum svip. Sjómaðurinn er miðpunktur, bæði fyrir sterkan lit sjóklæðanna og ekki síður af því hann er skemmtilega rammaður inn af opnum hleranum.

Dómnefndina skipuðu Jón Agnar Ólafsson, umsjónarmaður sérblaðaútgáfu Árvakurs, Einar Falur Ingólfsson, umsjónarmaður menningarumfjöllunar Morgunblaðsins, og Ragnar Axelsson. Ljósmyndari hjá Morgunblaðinu.

Til hamingju Svanhildur!

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?