Haustrall 2020 – auglýst eftir tveimur togurum

Mynd er tekin af Instagram Hafrannsóknastofnunar Mynd er tekin af Instagram Hafrannsóknastofnunar

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum vegna tímabundinnar leigu á tveimur togurum til stofnmælinga.

Um er að ræða útboð vegna tveggja svæða, grunn- og djúpslóð, til eins árs (2020) með möguleika á framlengingu til fleiri ára ef aðilar sannmælast um það. Gert ráð fyrir að verkefnið taki um fjórar vikur í október.

Niðurstöður úr verkefninu eru mikilvægar við mat á stofnstærð botnfiska og árlega aflaráðgjöf. Verkefnið hefur farið fram ár hvert frá 1996 og eru teknar 375 stöðvar hringinn í kringum landið. Þar af eru um 179 stöðvar grunnslóð og 196 stöðvar á djúpslóð.

Leiga er greidd með aflamarki.

Útboðsgögn má sækja á:

http://utbodsvefur.is/stofnmaeling-botnfiska-ad-haustlagi-haustrall-2020/

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?