Árlegur sumaruppsjávarleiðangur Hafrannsóknastofnunar í Norðurhöfum er hafinn

Jóhann, Guðmundur og Þorsteinn gera trollið klárt fyrir fyrstu stöð / Johann, Gudmundur and Thorstei… Jóhann, Guðmundur og Þorsteinn gera trollið klárt fyrir fyrstu stöð / Johann, Gudmundur and Thorsteinn prepare the pelagic trawl for the first station

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er farið úr höfn til þátttöku í árlegum fjölþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas). Þetta er tíunda árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í leiðangrinum ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Í fyrsta skipti er hægt að sjá staðsetningu og feril flestra skipanna á slóðinni: skip.hafro.is.

Í leiðangrinum verður aflað gagna sem nýtast við fjölbreyttar rannsóknir sem snúa að vistkerfisþáttum frá frumframleiðni sjávar til útbreiðslu hvala. Gögnum er safnað fyrir 21 mismunandi rannsóknaverkefni, þar af fjögur ný. Meðal nýju verkefnanna eru fitumælingar á makríl og söfnun á erfðaefni úr íslenskri sumargotssíld.

Leiðangurinn stendur í 30 dag og verða sigldar um 5900 sjómílur eða tæplega 11 þús. km. Um borð eru sjö vísindamenn og 17 manna áhöfn. Eins og í fyrra mun leiðangursfólkið halda úti bloggi þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer um borð í rannsóknaskipi. Bloggið er á slóðinni: pelagicecosystemsurvey.wordpress.com.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?