Rannsóknir á vansköpun á hryggjarsúlum háhyrninga og bakhyrnu hvala

Mynd: Julie Béesau/Icelandic Orca Project.
ISM136 í Grundarfirði í mars 2014. Mynd: Julie Béesau/Icelandic Orca Project.
ISM136 í Grundarfirði í mars 2014.

Filipa I.P. Samarra, vistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, var meðal höfunda nýrra greina sem nýverið voru birtar í Aquatic Mammals Journal og Journal of Anatomy.

Fyrri rannsóknin snýst um samanburð á tilfellum vansköpunar í hyrggjarsúlum háhyrninga við Ísland og Noreg, en sú seinni um tíðni sveigðrar bakhyrnu hjá ýmsum tegundum og stofnum hvala. Ástæðurnar eru ekki þekktar þar sem dýrin hafi í öllum tilfellum verið fullvaxin þegar þessara afbrigða varð vart, auk þess sem um er að mjög fá tilfelli í hverjum stofni. Nauðsynlegt er að halda rannsóknum áfram til að meta hvort hlutfall dýra með slíka vansköpun beytist og öðlast skilning á hugsanlegum langtímaáhrifum á hæfni einstaklinga í náttúrunni.

Skrá yfir háhyrninga við Ísland var gefin út af Hafrannsóknastofnun fyrr á þessu ári.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?