Stjórn JPI Oceans fundaði á Íslandi

Stjórn JPI Oceans fundaði í Norræna húsinu 8. og 9. október sl. Stjórn JPI Oceans fundaði í Norræna húsinu 8. og 9. október sl.

Stjórn JPI Oceans, sem er samstarfsvettvangur Evrópuþjóða um hafrannsóknir, fundaði hér á landi dagana 8. og 9. október. Í stjórn JPI Oceans sitja fulltrúar ráðuneyta og rannsóknaráða í ríkjum Evrópu og eru Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Sóley Morthens, þróunarstjóri Hafrannsóknastofnunar, fulltrúar Íslands í stjórninni. Alls voru 34 þátttakendur á fundinum, að áheyrnarfulltrúum meðtöldum.

Á vettvangi JPI Oceans ræða aðildarríkin málefni hafsins, stefnu í nýtingu auðlinda sjávar og rannsóknaþörf, auk þess sem JPI Oceans hefur staðið að ýmsum rannsóknaáætlunum og komið að ráðgjöf og stefnumótun.

Nánar er hægt að kynna sér starfsemi JPI Oceans á slóðinni http://www.jpi-oceans.eu/


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?